Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, laugardaginn 12. júlí 2025 kl. 09:00 og lýkur í Húsadal í Þórsmörk.
Dagskrá á hlaupdegi
Hér er tímasett dagskrá fyrir hlaupdaginn. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar
Rútuferðir
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu stendur til boða að taka rútu á vegum skipuleggjenda frá Reykjavík að upphafspunkti hlaupsins í Landmannalaugum og til baka til Reykjavíkur frá Þórsmörk. Hér er hægt að finna upplýsingar um rútupantanir, áætlaða rútudagskrá og fleira
Ráshópar og hlaupanúmer
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu er raðað í ráshópa eftir áætluðum lokatíma þeirra. Þátttakendur fá mismunandi lit á hlaupanúmerum, sem gefur til kynna í hvaða ráshóp viðkomandi er. Hér má finna fleiri upplýsingar um ráshópa og dagskrá ræsinga
Hlaupaleiðin
Vegalengdin frá Landmannalaugum í Þórsmörk er um 55 km. Stígur er alla leiðina þar sem undirlag er að mestu leyti sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsföll. Leiðin er mjög vel stikuð þannig að ekki ætti að vera mikil hætta á að farið sé af leið. Nákvæma leiðarlýsingu er að finna hér á síðunni. Hér má finna upplýsingar um hvernig hægt er að setja upp hlaupaleiðina í úrið sitt
Farangur
Við bjóðum upp á þjónustu þar sem við ferjum farangur þátttakenda, bæði að endamarki og í Bláfjallakvísl. Hér má finna nánari upplýsingar um farangur
Tímataka og tímatakmörk
Sjálfvirk tímataka er í Laugavegshlaupinu. Miðað er við að þátttakendur ljúki hlaupinu á innan við 9 klukkustundum og 15 mínútum. Millitímahlið verða staðsett í Álftavatni (22km) og í Emstrum (38km). Þar fá keppendur skráðan millitíma svo framarlega sem þeir fara í gegnum hliðin sem staðsett eru við útgang drykkjarstöðvanna. Hér má finna fleiri upplýsingar um tímatakmörk
Þjónusta á hlaupaleiðinni
Hér má finna upplýsingar um drykkarstöðvar, salerni og fleiri þjónustu sem boðið er uppá á hlaupaleiðinni
Aðstandendur
Aðstandendum er að sjálfsögðu velkomið að koma í Húsadal og taka á móti hlaupurum í endamarki. Hægt er að kaupa miða hér fyrir aðstandendur sem vilja fara frá Reykjavík inn í Húsadal
Verðlaun
Allir hlauparar sem ljúka hlaupinu hljóta þátttökuverðlaun. Einnig eru veitt glæsileg verðlaun til fyrstu þriggja kvenna, karla og kvár sigurvegara í aldursflokkum og sveitakeppni