Bókun í rútu
Þátttakendum í Laugavegshlaupinu stendur til boða að taka rútu á vegum skipuleggjenda frá Reykjavík að upphafspunkti hlaupsins í Landmannalaugum og til baka til Reykjavíkur frá Þórsmörk. Ekki er mögulegt að kaupa aðeins aðra leiðina því sömu rútur eru notaðar báðar leiðir. Hægt verður að panta rútuferðir inn á „Mínar síður“ en minnum á að það sé takmarkað magn.
Rútupantanir
Rútupantanir fara fram á „Mínar síður“ og fá hlauparar póst þegar hægt er að byrja að panta um miðjan júní.
Þátttakendur þurfa að láta vita með tölvupósti á netfangið info@marathon.is ef þeir vilja gera breytingar á einhverjum af pöntuðu rútumiðunum sínum. Með breytingum er átt við ef þeir t.d. vilja fara fyrr í Landmannalaugar eða fara seinna úr Þórsmörk. Þá gildir þátttökuarmband hlaupsins sem miði í almenna rútuáætlun Kynnisferða, sem má finna hér.
Hægt er að kaupa miða hér fyrir aðstandendur sem vilja fara frá Reykjavík inn í Húsadal og fer sú rútu frá BSÍ kl. 7:00.
Frá Reykjavík til Landmannalauga
Rútur í Landmannalaugar fara af stað frá Skautahöllinni í Laugardal, Múlavegi 1, 104 Reykjavík og er brottför kl. 04:30 og 05:00 eftir ráshópum á hlaupdag. Hægt er að koma uppí rútuna á Selfossi kl. 05:00 og í Hrauneyjum kl. 7:15. Rúturnar koma á svipuðum tíma inn í Landmannalaugar. Athugið að ekki er mikill tími frá því að rútur koma í Landmannalaugar og þar til hlaupið hefst enda engin aðstaða þar fyrir hlaupara og mikilvægt að allir séu komnir í hlaupafötin í rútunni. Sjá nánar hér.
Frá Húsadal til Reykjavíkur
Laugardagur: Áætlað er að fyrsta rúta fari úr Húsadal kl.17:30 í ár og sú síðasta kl.21:00.
Sunnudagur: Þeir sem ætla í rútu á sunnudegi þurfa að bóka það sérstaklega í gegnum netfangið info@marathon.is. Þátttökuarmband hlaupsins gildir sem aðgöngumiði í rútu á sunnudegi líka. Farið verður með áætlunarbílum Kynnisferða til Reykjavíkur. Brottför er kl. 15:00 frá Húsadal. Sjá nánar á vef Kynnisferða.
Ferðir yfir Krossá
Rúta á vegum Kynnisferða býður uppá ferðir yfir Krossá í tengslum við Laugavegshlaupið. Rútan fer frá afleggjaranum í Húsadal laugardaginn 13. júlí á hálftíma fresti milli kl: 12:00 og 15:00. Gjaldið yfir krossá, Báðar leiðir eru á 2.500kr og 1.250kr fyrir 6-15 ára en frítt er fyrir 5 ára og yngri. Fyrir aðra leiðina yfir er það 1.500kr og 750kr fyrir 6-15 ára. Ekki þarf að bóka í þessar ferðir fyrir fram og er gjaldið greitt á staðnum.
Ferðir frá Hvolsvelli
Hægt er að kaupa rútuferðir frá Hvolsvelli inn í Húsadal og til baka hjá Kynnisferðum. Tímasetningar á ferðum Kynnisferða til og frá Þórsmörk og verð má finna hér á vef Kynnisferða.
Rútudagskrá
Rútur leggja af stað frá Skautahöllinni í Laugardal. Þátttakendum er úthlutað ráshóp eftir áætluðum lokatíma. Hver ráshópur leggur af stað á mismunandi tímum: