Er Laugavegshlaupið fyrir þig?

Laugavegshlaupið er 55 km ofurhlaup sem á ensku heitir ultra maraþon. Það er samheiti á hlaupum sem eru lengri í kílómetrum en maraþon sem er 42,2 km. 

Laugavegshlaupið er ekki fyrir gangandi þátttakendur en er ætlað reynslumiklum hlaupurum 18 ára og eldri sem eru í mjög góðri alhliða líkamlegri þjálfun og geta uppfyllt eftirfarandi skilyrði:

    Ertu með 370 ITRA stig?

    Þáttökuskilyrðin fyrir Laugavegshlaupið eru 370 ITRA stig. Hlauparar geta fengið ITRA stig með því að taka þátt í utanvegahlaupum sem eru viðurkennd af ITRA samtökunum (International Trail Running Association). Fjölmörg hlaup á Íslandi og um allan heim eru aðilar að þessum samtökum.

    Þekkirðu kröfurnar um öryggisbúnaðinn?

    Samkvæmt reglum hlaupsins eiga allir þátttakendur að hafa með sér álteppi, flautu, jakka og síma með neyðarnúmerinu 112 vistað í símann. Áður en hlauparar leggja af stað mun starfsfólk hlaupsins ganga úr skugga um að öll hafi þessa öryggishluti með sér, ef þátttakendur hafa þá ekki með sér verður 60 mínútum bætt við lokatíma þeirra í hlaupinu sem refsing.

    Ertu með góðan hlaupagrunn?

    Nauðsynlegt er að hafa góðan hlaupagrunn og reynslu í að hlaupa langar vegalengdir utanvega, að lágmarki 30 km. 

    Þekkirðu takmörkin þín?

    Mikilvægt er að þekkja sín takmörk og vera með nægjanlegan andlegan styrk til að bjarga sér við erfiðar aðstæður.

    Hefur þú kynnt þér reglurnar?

    Nauðsynlegt er að öll kynni sér reglur hlaupsins og fari eftir þeim í einu og öllu.

    Hefur þú kynnt þér skilmálana?

    Við skráningu í hlaupið er nauðsynlegt að samþykkja skilmálana. Við mælum með að lesa þá vel yfir áður en skráning fer fram.

    Tímamörk hlaupsins

    Þekki tímatakmörk hlaupsins sem eru 4 klst út af drykkjarstöðinni við Álftavatn (22 km) og 6 klst og 30 mín út af drykkjarstöðinni í Emstrum (38 km) og miði þjálfun og æfingar sínar útfrá því. Miðað er við að þátttakendur ljúki hlaupinu á innan við 9 klukkustundum og 15 mínútum.

    Ertu tilbúin/inn/ið?

    Í undirbúningi fyrir utanvegahlaup er mikilvægt að kynna sér mikilvægi viðeigandi fatnaðar og næringar.

Verðskrá
ISK
Skráning í hlaupið
55.000 kr

Skráning í hlaupið| 55.000 kr

Styrktaraðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade