Skilmálar

Greiðsluskilmálar og almennir skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins og persónuverndarstefnu ÍBR sem er órjúfanlegur hluti af skilmálunum. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið.

Skilmálar um þátttökurétt

Ekki er hægt að færa skráningu yfir á næsta ár. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað. Honum er ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.

Endurgreiðsla

Hægt er að fá þátttökugjaldið endurgreitt að hluta ef beiðni berst í tölvupósti á netfangið info@marathon.is innan neðangreinds tíma.

  • Fyrir 31. desember - þú færð 75% endurgreiðslu
  • Fyrir 1. mars - þú færð 50% endurgreiðslu

Nafnabreyting

Hægt verður að nafnabreyta fyrir ákveðinn tíma eins og fram kemur á vef hlaupsins. Nafnabreytingar verða að vera gerðar í samræmi við inntökuskilyrði hlaupsins og samþykktar af starfsfólki ÍBR. 

Hægt verður að nafnabreytinga til 9. júní. Skráninginn þarf að uppfylla kröfur hlaupsins. ITRA stigin verða að vera innan ársins 2024 eða 36 mánuðum frá upprunulega skráning hófst (6.Nóvember). T.d. er ekki hægt að hlaupa í öðru utanvegahlaupi og nýta þau ITRA stig í Laugavegshlaupinu 2025.

(Nafnabreytingar verða kynntar betur í byrjun árs 2025)

Skilmálar sem þátttakendur þurfa að undirrita við afhendingu gagna

Með undirritun minni staðfesti ég eftirfarandi:

Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlegu og andlegu til þess að taka þátt í og ljúka Laugavegshlaupinu á innan við 9 klukkustundum og 30mínútum. 

Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi 55 km Laugavegshlaups sem liggur um hálendi Íslands þar sem veður getur verið slæmt og færð erfið.

Ég hef kynnt mér tímamörk sem eru þau að hlauparar þurfa að fara út af drykkjarstöð í Álftavatni (22 km) á innan við 4 klukkustundum og út af drykkjarstöð í Emstrum (38 km) á innan við 6 klukkustundum og 30 mínútum. Ég veit að allir þeir sem ekki ná tímamörkum verða stöðvaðir (án undanþágu).

Ég uppfylli kröfur um öryggisbúnað og verð með álteppi, flautu og síma með neyðarnúmerinu 112 vistað inn.

Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að “bjarga” þátttakendum sem eru illa undirbúnir þjálfunarlega, næringarlega, eða skorta viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á hans eigin ábyrgð og hann þarf að hafa færni til að takast á við óvæntar aðstæður.

Ég hef lesið og skilið reglur Laugavegshlaupsins og samþykki þær.

Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.

Sem þátttakandi í Laugavegshlaupinu 2024 afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (framkvæmdaraðili Laugavegshlaupsins), starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Laugavegshlaupinu 2024.

Smellið hér til að skoða reglur hlaupsins og hér til að skoða upplýsingar um tímatakmörk.

Þátttakandi á hlaupum í mosagrónu umhverfi.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade