Algengar spurningar

Skráning

  • Skráning opnar í byrjun nóvember, yfirleitt fyrsta miðvikudag í nóvember og er opin í viku.

  • Það er enginn opinn biðlisti eins og er, en verður auglýst ef það stendur síðar til boða.

ITRA

  • Þú getur farið inn á ITRA - Runners - Find a "runner" og leitað eftir nafninu þínu, þá koma upp þau hlaup sem þú hefur lokið og General Performance Index. En til þess að sjá stigin þín úr hverju hlaupi er auðveldasta leiðin að gerast meðlimur að ITRA. Árgjaldið er 8 EUR. Meðlimir hafa aðgang að stigaskori sínu sem og allra hlaupara á heimsvísu, ítarlegum gögnum sem sýna árangur og samanburð eftir kyni, aldri, landi, o.fl.

    Hlaupahaldarar geta birt úrslit sín með stigaskori ITRA. Hlauparar geta þá séð stigaskor sitt fyrir það tiltekna hlaup. Hér má t.d. sjá hluta af úrslitum í Laugavegur Ultra Maraþoni 2020 af heimasíðu ITRA. Þar koma fram þau stig sem hver hlaupari fékk fyrir þann árangur sem hann náði í hlaupinu.

  • Við viljum tryggja öryggi hlaupara á hlaupaleiðinni og auka líkurnar á því að hlaupari komist alla leið innan tímamarka. Laugavegshlaupið er krefjandi utanvegahlaup sem aðeins er ætlað fyrir reynslu mikla hlaupara sem hafa undirbúið sig vel. Samkvæmt ITRA kerfinu fá þeir hlauparar sem klára Laugavegshlaupið á 9:15 klst 370 ITRA stig.

  • ITRA (International Trail Running Association) voru stofnuð í júlí 2013 og eru vettvangur þeirra sem standa fyrir utanvegahlaupum. Til að vera aðili að ITRA þarf hlaupahaldari að standast ákveðnar kröfur og uppfylla ákveðin skilyrði sem tryggja öryggi hlaupara og stuðlar að aukinni þróun utanvegahlaupa um allan heim.

    Kynntu þér ITRA samtökin hér.

  • Fjölmörg hlaup á Íslandi og erlendis eru skráð í ITRA samtökin. Þú getur farið inn á ITRA síðuna og valið hlaupið sem þú ætlar að taka þátt í og þá sérð þú hvaða lágmarks stig hlaupið gefur, miðað við að hlaupari nái þeim tímatakmörkunum sem sett eru í hlaupinu. Þegar hlaupari hefur lokið hlaupi þá sendir hlaupahaldari úrslitin til ITRA. ITRA skráir alla sem taka þátt í hlaupinu og gefur þeim stig miðað við þeirra lokatíma í hlaupinu.

    ITRA gefur hlaupara stig eftir því hversu hratt hann fer viðkomandi hlaupaleið, frá 0 til 999. Þeir hröðustu fá hæsta stigaskorið o.s.frv.

    Það eru um 7.400 íslenskir utanvegahlauparar í gagnagrunni ITRA. Ef þú hefur tekið þátt í utanvegahlaupum síðustu ár eru mjög miklar líkur á að þú sért nú þegar í gagnagrunninum og sért skráður með stig.

    Stig eru reiknuð sem meðaltal besta árangurs í utanvegahlaupum síðastliðin 3 ár. Þannig að ef þú hljópst t.d. Laugavegshlaupið 2021 þá ertu með stig fyrir þann árangur. Önnur utanvegahlaup síðastliðin 3 ár gefa þér einnig stig, eins lengi og þau hafa verið gæðametin af ITRA.

  • Árangursstuðull er samantekt á árangri hlaupara í mismunandi hlaupum. Þau stig sem hlaupari fær eru notuð til að reikna út árangursstuðul. Fimm bestu hlaupin telja í árangursstuðlinum, óháð vegalengd yfir 36 mánuði. Þessi stuðull breytist með nýjum úrslitum og með tímanum þegar hlaup verða eldri.

  • ITRA punktar eru veittir fyrir að ljúka keppni (1 - 6 punktar). Hver hlaupari sem lýkur hlaupi fær jafn marga punkta óháð því hvar í röðinni/úrslitum hlaupari lendir. Punktarnir segja ekkert til um hversu hraður hlauparinn er, eingöngu að hann hafi klárað hlaupið. Mörg hlaup erlendis gera þá kröfu við skráningu að hlauparar eigi ákveðið marga punkta til að fá yfir höfuð að skrá sig. Laugavegshlaupið gefur 2 ITRA punkta.

    Punkta fyrirkomulagið gildir EKKI um Laugavegshlaupið.

Annað

    • 2025 - 12. júlí
    • 2026 - 11. júlí
    • 2027 - 10. júlí (30 ára afmæli hlaupsins)
  • Við munum auglýsa þegar vefverslun opnar og þá er hægt að bóka miða í rútur og kaupa veitingar og annan búnað inn á mínum síðum á corsa.is

Styrktaraðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade