Sveitakeppni

Í Laugavegshlaupinu stendur þátttakendum til boða að taka þátt í sveitakeppni. Hægt er að mynda þrjár mismunandi tegundir af sveitum og gildir samanlagður tími í úrslitum:

  • Kvennasveit - 4 konur í sveit
  • Karlasveit - 4 karlar í sveit
  • Blönduð sveit - 2 konur og 2 karlar í sveit

Skráning í sveitakeppni fer fram inná mínum síðum inná corsa.is en einnig er hægt er að skrá sveitir við afhendingu gagna, en þá þurfa allir sveitameðlimirnir að skrifa undir eyðublað og þar með samþykkja skráninguna.

Reglur um sveitakeppni

  • Allir skráðir þátttakendur geta stofnað sveit.
  • Hægt er að mynda þrjár mismunandi tegundir af sveitum: kvennasveit, karlasveit eða blandaða sveit.
  • Keppendur þurfa fyrst að skrá sig í hlaup og borga keppnisgjald áður en þeir geta skráð sig í sveit.
  • Að skrá þátttakendur í sveit er ókeypis.
  • Einn fulltrúi í hverri sveit skráir hverja sveit. Sá er ábyrgur fyrir að láta aðra sveitameðlimi vita af skráningunni.
  • Skráninga á sveitum fer fram í gegnum skráning á corsa.is, alltaf er hægt að uppfæra nafn á sveit þegar nær dregur hlaupi
  • Athugasemdir vegna úrslita í sveitakeppni þurfa að berast eigi síðar en 30 mín eftir að síðasti hlaupari kemur í mark.

Samstarfsaðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade