Biðlisti fyrir Laugavegshlaupið 2025

Við þökkum kærlega fyrir frábæra skráningu í Laugavegshlaupið 2025, en í ár var metskráning. Búið er að senda tölvupóst til þeirra sem skráðu sig í Laugavegshlaupið 2025(kannið hvort pósturinn hafi lent í spam eða junk möppunni). Þau sem uppfylltu kröfur en voru ekki dregin í lottóinu eru komin á biðlista.

Við munum taka inn af biðlista ef einhverjar afskráningar verða fyrir 1. mars, 2025, en eftir það verður einungis hægt að nafnabreyta frá 2. mars til 15. júní. 
Hér er hægt er að sjá frekari upplýsingar um biðlistann. Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá geturu sent okkur póst á info@marathon.is

Vonandi sjáum við þig í Laugavegshlaupinu í sumar!

Kveðja,
Íþróttabandalag Reykjavíkur

Styrktaraðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade