Metskráning í Laugavegshlaupið 2025

Kæru hlauparar. Þakka ykkur kærlega fyrir þann mikla áhuga sem þið hafið sýnt Laugavegshlaupinu 2025. Við erum einstaklega auðmjúk og stolt að getað sagt það í ár er metskráning. Það stefnir í sannkallaða hlaupaveislu þann 12. júlí, 2025!

Við erum byrjuð að fara yfir skráningarnar og þann 20. nóvember n.k. munum við tilkynna hverjir komust í Laugavegshlaupið. Sæti verða í boði fyrir stigahæstu hlauparana í fyrstu sæta úthlutuninni og verður þetta skipt jafnt á milli kynja.

Þau sem ekki fá sæti í fyrstu úthlutun fara í lóttóið sem dregið verður úr. Þau sem ekki fá úthlutun í lottóinu eiga enn möguleika að komast í hlaupið þar sem þau fara sjálfkrafa á biðlista.

Allar upplýsingar um skráningarfyrirkomulagið má finna hér.

Styrktaraðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade