Afhending gagna

Afhending hlaupagagna fer fram fimmtudaginn 11. júlí milli kl. 14:00 og 18:00 og föstudaginn 12. júlí milli kl. 12:00 og 17:00. Mikilvægt er að allir þátttakendur sæki hlaupagögnin til að fá allar helstu upplýsingar fyrir hlaupið. Afhending hlaupagagna fer fram í Laugardalshöll, gengið er inn að framanverðu þ.e. frá Engjavegi.

Athugið að farangur sem flytja á að Bláfjallakvísl þarf að berast í Laugardalshöll fyrir kl. 17:00 föstudaginn 12. júlí. Ekki er tekið á móti farangri í plastpokum, eingöngu í litlum töskum/bakpokum, sjá nánar hér.

Við afhendingu hlaupagagna þarf að undirrita skilmála og framvísa persónuskilríkjum.

Hægt er að bæta við mat og rútumiðum ef enn eru laus sæti í boði.

Athugið að ef einhver á að sækja fyrir hlaupara, þá þarf hlauparinn að senda tölvupóst á info@marathon.is og gefa upp nafn þess sem sækir gögnin.

Ef þú ert skráð/ur í hlaupið en treystir þér ekki til að hlaupa og ætlar ekki að mæta, endilega láttu okkur vita.

Styrktaraðilar

  • Reykjavik Excursions
  • Corsa
  • 66 Norður
  • Suzuki
  • Volcano Huts
  • Ferðafélag Íslands
  • ITRA member
  • Gatorade